Ungt fólk sem þekkir styrkleika sína og hefur trú á eigin getu á auðveldara með að blómstra í lífinu. Margir glíma hins vegar við óöryggi, neikvæða sjálfsmynd og finna því fyrir kvíða.
Námskeiðið VELDU hentar ungmennum sem vilja efla sjálfsmynd sína og líðan, draga úr kvíða og ýta undir jákvætt hugarfar.
Kenndar eru aðferðir sem hjálpa ungmennum að efla sig og styrkja svo þau eigi auðveldara með að fylgja eigin hjarta og vera sátt við sig. Hraðinn, álagið og samanburður í samfélaginu getur dregið úr þeim og jafnvel ýtt undir fullkomnunaráráttu sem ekki er raunhæf.
Námskeið fyrir alla sem vilja efla sjálfsmynd sína og vellíðan.
Námskeiðið er alfarið á netinu og þú hefur aðgang að efni námskeiðisins hvenær sem þér hentar á hvaða tölvu eða snjalltæki sem er.
Hugarfrelsi stendur fyrir ýmis konar fræðslu, námskeiðum og fyrirlestrum þar sem börnum, unglingum, foreldrum og fagfólki er kennt að nota einfaldar aðferðir til að efla sjálfsmynd og vellíðan. Á bakvið Hugarfrelsi standa Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir sem báðar hafa áratuga reynslu og ástríðu á bakvið það sem þær kenna.
500117-0870
Hegranesi 32
210 Garðabær