VELDU að vera þú

VELDU - sjálfsstyrkingar­námskeið

Ungt fólk sem þekkir styrkleika sína og hefur trú á eigin getu á auðveldara með að blómstra í lífinu. Margir glíma hins vegar við óöryggi, neikvæða sjálfsmynd og finna því fyrir kvíða.

Námskeiðið VELDU hentar ungmennum sem vilja efla sjálfsmynd sína og líðan, draga úr kvíða og ýta undir jákvætt hugarfar.

Kenndar eru aðferðir sem hjálpa ungmennum að efla sig og styrkja svo þau eigi auðveldara með að fylgja eigin hjarta og vera sátt við sig. Hraðinn, álagið og samanburður í samfélaginu getur dregið úr þeim og jafnvel ýtt undir fullkomnunaráráttu sem ekki er raunhæf.

 

6 kennslustundir

Innifalið í námskeiðinu eru

  • 6 kennslustundir á stafrænu formi, aðgangur
    opnast við skráningu
  • Leiddar hugleiðslusögur, slökunar- og
    öndunaræfingar
  • Námskerfi sem heldur utan um ferlið
  • Bókin VELDU á stafrænu formi: Verkefni, fróðleikur og gullmolar
    sem þátttakendur geta nýtt sér út lífið
  • Hægt er að skoða efnið á þeim tíma sem hentar
    best (Mínar síður og VOD)

Þitt hugarfrelsi þegar þér hentar

Námskeið fyrir alla sem vilja efla sjálfsmynd sína og vellíðan. 

Námskeiðið er alfarið á netinu og þú hefur aðgang að efni námskeiðisins hvenær sem þér hentar á hvaða tölvu eða snjalltæki sem er.

Námskeiðið VELDU hentar ungmennum sem

  • Vilja ná betri árangri í námi, íþróttum eða tómstundum
  • Hafa mikinn metnað og finna jafnvel fyrir fullkomnunaráráttu
  • Hafa ekki nægilega trú á sér
  • Fylgja hjörðinni en ekki eigin hjarta
  • Bera sig mikið saman við aðra
  • Vita ekki hvar styrkleikar þeirra liggja
  • Þurfa aðstoð við að setja sér markmið og finna sín gildi
  • Finna fyrir áhyggjum og kvíða
  • Eiga erfitt með að sofna á kvöldin
  • Hentar betur að taka námskeið á netinu

,,Ég fattaði ekki hversu miklu máli djúp öndun og markmiðasetning skiptir fyrr en eftir námskeiðið.”

Hugarfrelsi

Hugarfrelsi stendur fyrir ýmis konar fræðslu, námskeiðum og fyrirlestrum þar sem börnum, unglingum, foreldrum og fagfólki er kennt að nota einfaldar aðferðir til að efla sjálfsmynd og vellíðan. Á bakvið Hugarfrelsi standa Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir sem báðar hafa áratuga reynslu og ástríðu á bakvið það sem þær kenna.